Sunday, September 20, 2009

Er rigning góð?


Nú þegar ég er búinn að eiga heima í höfðuborginni þá hef ég tekið eftir því að það er rigning nánast þriðja hvern dag. Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að hata hana, elska hana eða bara venjast henni.
Þegar maður var lítill púki þá elskaði maður að vera útí í rigningunni og hoppa í alla polla sem voru til og koma svo hundblautur heim og fá orð í eyra ,,Hvar varst þú!?" og síðan var maður háttaður og sendur í sturtu. Þetta elskaði maður.
Í dag var lemjandi rigning og ég einfaldlega tók það ekki í mál að hugsa mér að fara út vegna þess að það sem er ofarlega á hötunarlistanum er að vera í rennandi blautum sokkum.
Hvernig verður þetta í ellinni? Á ég þá eftir að horfa útum gluggann á elliheimilinu við Grund og horfa á alla púkana vera að sulla í pollunum og hugsa sem pirraði gamli jálkurinn hvern andskotann þau séu að gera eða rifja upp hvað þetta var gaman vitandi þess að foreldrarnir verði svo ánægðir að taka á móti gegnvotu fötunum?
Þetta er umhugsun. Læra að elska hana og venjast með því að kaupa sér gúmmí skó eða jafnvel nestispoka eða að hata hana og kaupa sér regnhlíf.

Wednesday, June 10, 2009

Rökstuðningur við facebook Quiz-inu mínu

Ég hef ákveðið að færa fram smá rökstuðning úr facebook quiz-inu mínu þar sem að flest allir sem þykjast þekkja mig eru búnir að svara.

1. Frá hvaða landi er ég?
a) Sir Lanka
b) Indonesiu
c) Uganda
d) Nigeriu
e) Ekkert af thessu *
Yfir þessari spurningu voru sumir mjög fúlir, ekki furða þar sem að ég er frá Sri Lanka. Blekkingin var því falin í því að skrifa Sir Lanka. Sárir aðilar töldu mig hafa verið að svindla þar sem að ég er lesblindur og bjuggust því ekki við að ég væri svona hrikalega sniðgur.

2. Hvað fannst mér það versta við að byrja að læra kokkin?
a) Ekki fri a helgum
b) Helvitis 12 tima vaktirnar!
c) Haetti i korfunni *
d) Missti oft af sunnudags steikinni
e) Maeta thunnur i helgarvinnuna
Að hætta að æfa körfu var ein sú allra erfiðasta ákvörðun mín sem ég hef tekið. Elska körfubolta og ég spyr mig oft að því hvað ég hafi einfaldlega verið að pæla þegar ég horfi á þessa yndislegu íþrótt!

3. Hvað ætla ég að fá mér mörg tattoo?
a) 1
b) 2
c) 3 *
d) 4
e) 5

4. Hvaða leikmenn voru átrúnaðargoðin mín í æsku?
a) Jordan og Ian Wright *
b) Magic og Ruud Gullit
c) Jordan og Dennis Bergkamp
d) Robert Parish og Stan Collymore
e) Jordan og Magic
Eins og hjá flest öllum körfuboltakrökkum var Jordan í uppáhaldi, Ian Wright var goðið mitt á þessum tíma og reyndi ég mikið að vera eins og hann, en það tókst ekki alveg nógu vel. Fyrir utan það að ég stalst til að skafa öll hár af hausnum á mér og hlaut að launum vafasaman heiður frá mömmu. Komst því hálfa leið að verða eins og Jordan og Wright.

5. Hvað er bílnúmerið á Passatinum mínum?
a) DG757
b) MK527
c) MK537 *
d) KM257
e) KM737

6. Hvað er uppáhalds bíómyndin mín?
a) Englar Alheimsins
b) DaVinci lykillinn
c) The Rock *
d) Titanic
e) Happy Gilmore
Sean Connery (John Patric Mason) og Nicolas Cage(Stanley Goodspeed) eru þarna með stórleik sem fjallar um fangelsið Alcatraz og komumst við að því á stórvægilegan hátt hvernig John Mason tókst að vera eini maðurinn sem hefur náð að strjúka frá Alcatraz.

7. Hvað heitir pabbi minn?
a) Elvar Ingason
b) Elvar Ingi Ingason
c) Elvar Gudmundur Ingason *
d) Elvar Gudmann Ingason
e) Elvar Ingi Gunnarsson

8. Hvar finnst mér best að vera?
a) I heita pottinum i sumarbustadnum
b) Ad grilla uti palli
c) Uppi rumi undir saeng med tolvuna *
d) Frammi i stofu ad slafra i mig heimabakadri pizzu
e) Thar sem ad thad er gott vedur
Þarna var hneikslað af mér, mér finnst einfaldlega bara lang best að hafa það gott undir sæng og uppí rúmi með tölvuna. Þetta hefðir þú átt að vita Unnþór Jóns! þar sem að ég var inní herberginu mínu og uppi í rúmi í svona 80% tilvika þegar ég kom heim eftir skóla í vetur.

9. Hvaða körfubolta skóstærð nota ég í US?
a) 8,5
b) 9
c) 9,5 *
d) 7,5
e) 10

10. Ég hef átt tvo ketti, hvað hétu þeir?
a) Keli og Krusla
b) Kata og Krusli
c) Sprelli og Krusla *
d) Mjallhvit og Krili
e) Drusla og Drusli

Jæja nú getið þið sem ekki eruð búin að taka Quiz-ið náð 100% árangri.

Wednesday, May 20, 2009

OW-Champion

Sumarið 2008, nánar tiltekið í maí þegar orlofspeningarnir streymdu inn á bankareikninginn fjárfesti ég í reiðhjóli upp á tugi þúsunda. Þetta átti að vera "Fit for life" sumarið mitt og ætlaði ég aldeilis að gefa í og hjóla allar mínar leiðir. En það misheppnaðist eitthvað og í dag, einu ári síðar, var hjólið tekið útúr húsi. Rykþúfurnar voru bustaðar af og WD-40 var úðað á í lítratali. Síðan var tekinn dágóður rúntur á fáknum til þess að liðka það til. Ekki er hægt að segja annað en að rúnturinn hafi gengið áfalla laust fyrir sig og mun ég að öllum líkindum þeysast um götur bæjarins á fáknum, sem enn á eftir að fá nafn og verð ég kanski bara "Almost fit for life" eftir sumarið.

Ég er að velta fyrir mér að stofna hjólreiðarklúbb og mun hann bera nafnið OW-Champion. En þetta er stytting á Over Weight Champion. Klúbburinn mun takast á við hin ýmsu verkefni og munu þessi verkefni vera byggð á svipuðum grunn og í geysi vinsælu Biggest looser þáttunum. Allt frá því að hjóla ýmsar vegalengdir og í það að afþakka kraumandi sælu og ískalda kók í Krílinu.



Sunday, May 3, 2009

U-Fresh Gambl vs Chef Elvarsson

Það er allt að gerast í NBA playoffs núna, og er ég mjög ósammála Unnþóri um það hvernig þetta muni enda allt saman.

Hann telur að meistarar Boston eigi ekki eftir að ríða feitum hesti það sem eftir er af úrslitakeppninni. Hans mat er að King James og félagar í Cleveland Cavaliers eigi eftir að rúlla yfir þetta, þar er ég mjög ósammála honum og legg ég allt mitt traust á Boston Celtics þrátt fyrir að Kevin Garnett sé orðinn aðstoðarþjálfari og aðal klappstýra liðsins.

Því hafa veðbankarnir verið ræstir á Hringbrautinni og eru allar línur rauðglóandi.

Boston vs Orlando
Ég tel að Boston eigi eftir að sýna hvað í þeim býr og vinna þetta einvígi á öruggann hátt.
U-fresh telur að Orlando eigi eftir að flengja mína menn.
Þarna er ein kippa undir.
Ef svo ólíklega vill til að Boston klúðri þessu er veðmálið búið og ég einni kippu fátækari.
Við gerum ráð fyrir að Cleveland rúlli yfir Atlanta, þannig að við erum ekki að pæla í þeim leik

Boston vs Cleveland
Þarna hef ég möguleika áð næla mér í aðra kippu en ef að Cleveland vinnur þá stöndum við báðir á núlli. Og þetta rosalega gambl úr sögunni.

Uppá gamanið þá ákvað ég að tippa á að Boston myndi lenda á móti Lakers í úrslitaviðureigninni. Og þar verða þeir meistarar!
Þannig að....

Úrslitin
Boston vs Lakers
Þarna mun Celtics einfaldlega setja skútuna á cruise control og sigla því á spegil sléttum sjó í átt að bikarnum.
Tvær kippur undir þarna (double or nothing) og er ég kominn með einn kassa undir höndina.
En ef að Boston skítur á sig stöndum við báðir með einungis kalda vatnið úr krananum.

Eru ekki annars allir sammála..

Wednesday, April 8, 2009

Home sweet home!

Þá er maður loksins kominn heim í sæluna. Ég skil núna þegar fólk stanglast á því hvað það er gott að komast heim eftir að hafa verið í stressinu í þessari blessaðri Reykjavík. Ég er nú ekki búinn að vera að heiman í nema 3 mánuði en skil þetta fullkomlega.

Mál málanna! hvert skal haldið um páskana og hvaða djamm mun maður velja. Held reyndar að það sé ekkert svaðalega stórt spurningarmerki sem fylgir þessari málsgrein.
Skítamórall, þeir ætla sér að koma og starta páskunum fyrir okkur. Án efa verða skórnir pússaðir og skyrtan straujuð fyrir þessa heiðursmenn. Ég er það heppinn að þekkja einn töffara sem er dolfallinn Skímó-fan og mun væntanlega ekki láta þetta tækifæri sér úr greipum renna. Þar að leiðandi reikna ég fastlega með því að maður fari með honum til halds og trausts. (Ekki það að ég sé brjálaður fan)


Að sjálfsögðu lætur maður sig ekki vanta á Afés, aðra eins stemningu hef ég sjaldan eins séð. Í ár verður bryddað uppá nýjungum, KNH bílskúrinn verður notaður og held ég að það sé bara fín staðsetning. Þeir sem ætla sér að væla yfir staðsetningunni taka bara með sér eina eða tvær dollur og stúta þeim í rösklegum göngutúr. Sjálfur er ég ekki mikill göngugarpur en ég held ég láti mig nú bara hafa það að fáa mér smá göngu.

Töffararnir og hörkutólin í SSSól ætla sér að kveikja í páskunum og trylla lýðinn. Met mæting var í fyrra á þetta ball, ég tók þau afdrifaríku mistök að mæta ekki á það og sé mikið eftir því. Reikna með að þakið springi þegar Helgi Bjöss og hans föruneyti stíga á sviðið og er maður að sjálfsögðu búinn að tryggja sér miða sem mun ekki glatast þessa páskana.
Svona verða páskarnir hjá mér líklegast í ár. Minni bara fólk á að spara sér 10.þúsund kallinn og vera vel pissað þegar haldið er af stað í bæinn.







Sunday, March 29, 2009

Borg óttans

Nú skal mér takast þetta.

Ég hef ákveðið að setjast við smá skrif og ætla ég mér að halda þessari blogsíðu gangandi í allavegana nokkrar færslur.

Lífið á Hringbrautinni er alveg að gera sig, bý með einum jarðfræðingi og einum drop-out lögfræðingi/atvinnu pókerspilara í íbúð. Þeir geta hvorugir eldað til að bjarga lífi sínu, það er því á minni könnu að elda fyrir okkur kvöldmatinn sem étinn er að sjálfsögðu uppí skít. Lífið á brautinni gengur því aðalega út á það að éta fara í skólann, éta og og sofa.

Ég er að vonast eftir því að ég hafi opnaði fyrir smá bloggaga í sjálfum mér og ætla ég að hafa þetta allt í opnari kantinum og koma með alskonar hugleiðingar og ýmiskonar vafamál.