Sunday, March 29, 2009

Borg óttans

Nú skal mér takast þetta.

Ég hef ákveðið að setjast við smá skrif og ætla ég mér að halda þessari blogsíðu gangandi í allavegana nokkrar færslur.

Lífið á Hringbrautinni er alveg að gera sig, bý með einum jarðfræðingi og einum drop-out lögfræðingi/atvinnu pókerspilara í íbúð. Þeir geta hvorugir eldað til að bjarga lífi sínu, það er því á minni könnu að elda fyrir okkur kvöldmatinn sem étinn er að sjálfsögðu uppí skít. Lífið á brautinni gengur því aðalega út á það að éta fara í skólann, éta og og sofa.

Ég er að vonast eftir því að ég hafi opnaði fyrir smá bloggaga í sjálfum mér og ætla ég að hafa þetta allt í opnari kantinum og koma með alskonar hugleiðingar og ýmiskonar vafamál.

1 comment:

Unnþór said...

Líst vel á þetta hjá þér. Reyndu nú að endast í þessum bloggskrifum, annað en flestir.

Það er fleira sem þú gerir en að éta, fara í skólann og sofa. Þú ert í hrikalega öguðum lyftingum með mér! Ekki gleyma því.