Wednesday, April 8, 2009

Home sweet home!

Þá er maður loksins kominn heim í sæluna. Ég skil núna þegar fólk stanglast á því hvað það er gott að komast heim eftir að hafa verið í stressinu í þessari blessaðri Reykjavík. Ég er nú ekki búinn að vera að heiman í nema 3 mánuði en skil þetta fullkomlega.

Mál málanna! hvert skal haldið um páskana og hvaða djamm mun maður velja. Held reyndar að það sé ekkert svaðalega stórt spurningarmerki sem fylgir þessari málsgrein.
Skítamórall, þeir ætla sér að koma og starta páskunum fyrir okkur. Án efa verða skórnir pússaðir og skyrtan straujuð fyrir þessa heiðursmenn. Ég er það heppinn að þekkja einn töffara sem er dolfallinn Skímó-fan og mun væntanlega ekki láta þetta tækifæri sér úr greipum renna. Þar að leiðandi reikna ég fastlega með því að maður fari með honum til halds og trausts. (Ekki það að ég sé brjálaður fan)


Að sjálfsögðu lætur maður sig ekki vanta á Afés, aðra eins stemningu hef ég sjaldan eins séð. Í ár verður bryddað uppá nýjungum, KNH bílskúrinn verður notaður og held ég að það sé bara fín staðsetning. Þeir sem ætla sér að væla yfir staðsetningunni taka bara með sér eina eða tvær dollur og stúta þeim í rösklegum göngutúr. Sjálfur er ég ekki mikill göngugarpur en ég held ég láti mig nú bara hafa það að fáa mér smá göngu.

Töffararnir og hörkutólin í SSSól ætla sér að kveikja í páskunum og trylla lýðinn. Met mæting var í fyrra á þetta ball, ég tók þau afdrifaríku mistök að mæta ekki á það og sé mikið eftir því. Reikna með að þakið springi þegar Helgi Bjöss og hans föruneyti stíga á sviðið og er maður að sjálfsögðu búinn að tryggja sér miða sem mun ekki glatast þessa páskana.
Svona verða páskarnir hjá mér líklegast í ár. Minni bara fólk á að spara sér 10.þúsund kallinn og vera vel pissað þegar haldið er af stað í bæinn.







No comments: