Sunday, May 3, 2009

U-Fresh Gambl vs Chef Elvarsson

Það er allt að gerast í NBA playoffs núna, og er ég mjög ósammála Unnþóri um það hvernig þetta muni enda allt saman.

Hann telur að meistarar Boston eigi ekki eftir að ríða feitum hesti það sem eftir er af úrslitakeppninni. Hans mat er að King James og félagar í Cleveland Cavaliers eigi eftir að rúlla yfir þetta, þar er ég mjög ósammála honum og legg ég allt mitt traust á Boston Celtics þrátt fyrir að Kevin Garnett sé orðinn aðstoðarþjálfari og aðal klappstýra liðsins.

Því hafa veðbankarnir verið ræstir á Hringbrautinni og eru allar línur rauðglóandi.

Boston vs Orlando
Ég tel að Boston eigi eftir að sýna hvað í þeim býr og vinna þetta einvígi á öruggann hátt.
U-fresh telur að Orlando eigi eftir að flengja mína menn.
Þarna er ein kippa undir.
Ef svo ólíklega vill til að Boston klúðri þessu er veðmálið búið og ég einni kippu fátækari.
Við gerum ráð fyrir að Cleveland rúlli yfir Atlanta, þannig að við erum ekki að pæla í þeim leik

Boston vs Cleveland
Þarna hef ég möguleika áð næla mér í aðra kippu en ef að Cleveland vinnur þá stöndum við báðir á núlli. Og þetta rosalega gambl úr sögunni.

Uppá gamanið þá ákvað ég að tippa á að Boston myndi lenda á móti Lakers í úrslitaviðureigninni. Og þar verða þeir meistarar!
Þannig að....

Úrslitin
Boston vs Lakers
Þarna mun Celtics einfaldlega setja skútuna á cruise control og sigla því á spegil sléttum sjó í átt að bikarnum.
Tvær kippur undir þarna (double or nothing) og er ég kominn með einn kassa undir höndina.
En ef að Boston skítur á sig stöndum við báðir með einungis kalda vatnið úr krananum.

Eru ekki annars allir sammála..

8 comments:

Unnþór said...

Ég hef aðeins eitt að segja:
LeBron James.

Anonymous said...

Ég held með Michael Jordan og Scottie Pippen!

Chef Gunnar I said...

Eins manns lið vinnur leiki en ekki titla, svo einfalt er það.

Anonymous said...

Booooring !!

Chef Gunnar I said...

Hvernig getur verið leiðinlegt að hafa smá áhuga á körfubolta..? Moooðhauus.. :)

Valdís said...

Rakst á bloggið þitt á rúntinum :)
Medium rare.
Haltu áfram að blogga drengur!

kv. Valdís

Gisli K said...

Alvöru klúður hjá þér Gunnar!! hahahaha

Chef Gunnar I said...

Ég vil nú ekki meina að þetta hafi verið klúður hjá mér Gísli minn, þetta var bara spurning um að hafa trú á liðinu og standa við sína skoðun, en þeir skitu á sig í nótt þannig að þessi áhætta fór út um gluggann.