Wednesday, May 20, 2009

OW-Champion

Sumarið 2008, nánar tiltekið í maí þegar orlofspeningarnir streymdu inn á bankareikninginn fjárfesti ég í reiðhjóli upp á tugi þúsunda. Þetta átti að vera "Fit for life" sumarið mitt og ætlaði ég aldeilis að gefa í og hjóla allar mínar leiðir. En það misheppnaðist eitthvað og í dag, einu ári síðar, var hjólið tekið útúr húsi. Rykþúfurnar voru bustaðar af og WD-40 var úðað á í lítratali. Síðan var tekinn dágóður rúntur á fáknum til þess að liðka það til. Ekki er hægt að segja annað en að rúnturinn hafi gengið áfalla laust fyrir sig og mun ég að öllum líkindum þeysast um götur bæjarins á fáknum, sem enn á eftir að fá nafn og verð ég kanski bara "Almost fit for life" eftir sumarið.

Ég er að velta fyrir mér að stofna hjólreiðarklúbb og mun hann bera nafnið OW-Champion. En þetta er stytting á Over Weight Champion. Klúbburinn mun takast á við hin ýmsu verkefni og munu þessi verkefni vera byggð á svipuðum grunn og í geysi vinsælu Biggest looser þáttunum. Allt frá því að hjóla ýmsar vegalengdir og í það að afþakka kraumandi sælu og ískalda kók í Krílinu.



No comments: