Wednesday, June 10, 2009

Rökstuðningur við facebook Quiz-inu mínu

Ég hef ákveðið að færa fram smá rökstuðning úr facebook quiz-inu mínu þar sem að flest allir sem þykjast þekkja mig eru búnir að svara.

1. Frá hvaða landi er ég?
a) Sir Lanka
b) Indonesiu
c) Uganda
d) Nigeriu
e) Ekkert af thessu *
Yfir þessari spurningu voru sumir mjög fúlir, ekki furða þar sem að ég er frá Sri Lanka. Blekkingin var því falin í því að skrifa Sir Lanka. Sárir aðilar töldu mig hafa verið að svindla þar sem að ég er lesblindur og bjuggust því ekki við að ég væri svona hrikalega sniðgur.

2. Hvað fannst mér það versta við að byrja að læra kokkin?
a) Ekki fri a helgum
b) Helvitis 12 tima vaktirnar!
c) Haetti i korfunni *
d) Missti oft af sunnudags steikinni
e) Maeta thunnur i helgarvinnuna
Að hætta að æfa körfu var ein sú allra erfiðasta ákvörðun mín sem ég hef tekið. Elska körfubolta og ég spyr mig oft að því hvað ég hafi einfaldlega verið að pæla þegar ég horfi á þessa yndislegu íþrótt!

3. Hvað ætla ég að fá mér mörg tattoo?
a) 1
b) 2
c) 3 *
d) 4
e) 5

4. Hvaða leikmenn voru átrúnaðargoðin mín í æsku?
a) Jordan og Ian Wright *
b) Magic og Ruud Gullit
c) Jordan og Dennis Bergkamp
d) Robert Parish og Stan Collymore
e) Jordan og Magic
Eins og hjá flest öllum körfuboltakrökkum var Jordan í uppáhaldi, Ian Wright var goðið mitt á þessum tíma og reyndi ég mikið að vera eins og hann, en það tókst ekki alveg nógu vel. Fyrir utan það að ég stalst til að skafa öll hár af hausnum á mér og hlaut að launum vafasaman heiður frá mömmu. Komst því hálfa leið að verða eins og Jordan og Wright.

5. Hvað er bílnúmerið á Passatinum mínum?
a) DG757
b) MK527
c) MK537 *
d) KM257
e) KM737

6. Hvað er uppáhalds bíómyndin mín?
a) Englar Alheimsins
b) DaVinci lykillinn
c) The Rock *
d) Titanic
e) Happy Gilmore
Sean Connery (John Patric Mason) og Nicolas Cage(Stanley Goodspeed) eru þarna með stórleik sem fjallar um fangelsið Alcatraz og komumst við að því á stórvægilegan hátt hvernig John Mason tókst að vera eini maðurinn sem hefur náð að strjúka frá Alcatraz.

7. Hvað heitir pabbi minn?
a) Elvar Ingason
b) Elvar Ingi Ingason
c) Elvar Gudmundur Ingason *
d) Elvar Gudmann Ingason
e) Elvar Ingi Gunnarsson

8. Hvar finnst mér best að vera?
a) I heita pottinum i sumarbustadnum
b) Ad grilla uti palli
c) Uppi rumi undir saeng med tolvuna *
d) Frammi i stofu ad slafra i mig heimabakadri pizzu
e) Thar sem ad thad er gott vedur
Þarna var hneikslað af mér, mér finnst einfaldlega bara lang best að hafa það gott undir sæng og uppí rúmi með tölvuna. Þetta hefðir þú átt að vita Unnþór Jóns! þar sem að ég var inní herberginu mínu og uppi í rúmi í svona 80% tilvika þegar ég kom heim eftir skóla í vetur.

9. Hvaða körfubolta skóstærð nota ég í US?
a) 8,5
b) 9
c) 9,5 *
d) 7,5
e) 10

10. Ég hef átt tvo ketti, hvað hétu þeir?
a) Keli og Krusla
b) Kata og Krusli
c) Sprelli og Krusla *
d) Mjallhvit og Krili
e) Drusla og Drusli

Jæja nú getið þið sem ekki eruð búin að taka Quiz-ið náð 100% árangri.

1 comment:

Unnþór said...

ég gerði mér fulla grein fyrir því að þú lást eins og letidyr uppi í rúmi í allan vetur en ég hef farið í heita pottinn í sumarbústaðinum og það er bara fátt sem toppar það. Hefði mátt vita það að það er ekki hægt að fara á Compare í heita pottinum!