Wednesday, May 20, 2009

OW-Champion

Sumarið 2008, nánar tiltekið í maí þegar orlofspeningarnir streymdu inn á bankareikninginn fjárfesti ég í reiðhjóli upp á tugi þúsunda. Þetta átti að vera "Fit for life" sumarið mitt og ætlaði ég aldeilis að gefa í og hjóla allar mínar leiðir. En það misheppnaðist eitthvað og í dag, einu ári síðar, var hjólið tekið útúr húsi. Rykþúfurnar voru bustaðar af og WD-40 var úðað á í lítratali. Síðan var tekinn dágóður rúntur á fáknum til þess að liðka það til. Ekki er hægt að segja annað en að rúnturinn hafi gengið áfalla laust fyrir sig og mun ég að öllum líkindum þeysast um götur bæjarins á fáknum, sem enn á eftir að fá nafn og verð ég kanski bara "Almost fit for life" eftir sumarið.

Ég er að velta fyrir mér að stofna hjólreiðarklúbb og mun hann bera nafnið OW-Champion. En þetta er stytting á Over Weight Champion. Klúbburinn mun takast á við hin ýmsu verkefni og munu þessi verkefni vera byggð á svipuðum grunn og í geysi vinsælu Biggest looser þáttunum. Allt frá því að hjóla ýmsar vegalengdir og í það að afþakka kraumandi sælu og ískalda kók í Krílinu.



Sunday, May 3, 2009

U-Fresh Gambl vs Chef Elvarsson

Það er allt að gerast í NBA playoffs núna, og er ég mjög ósammála Unnþóri um það hvernig þetta muni enda allt saman.

Hann telur að meistarar Boston eigi ekki eftir að ríða feitum hesti það sem eftir er af úrslitakeppninni. Hans mat er að King James og félagar í Cleveland Cavaliers eigi eftir að rúlla yfir þetta, þar er ég mjög ósammála honum og legg ég allt mitt traust á Boston Celtics þrátt fyrir að Kevin Garnett sé orðinn aðstoðarþjálfari og aðal klappstýra liðsins.

Því hafa veðbankarnir verið ræstir á Hringbrautinni og eru allar línur rauðglóandi.

Boston vs Orlando
Ég tel að Boston eigi eftir að sýna hvað í þeim býr og vinna þetta einvígi á öruggann hátt.
U-fresh telur að Orlando eigi eftir að flengja mína menn.
Þarna er ein kippa undir.
Ef svo ólíklega vill til að Boston klúðri þessu er veðmálið búið og ég einni kippu fátækari.
Við gerum ráð fyrir að Cleveland rúlli yfir Atlanta, þannig að við erum ekki að pæla í þeim leik

Boston vs Cleveland
Þarna hef ég möguleika áð næla mér í aðra kippu en ef að Cleveland vinnur þá stöndum við báðir á núlli. Og þetta rosalega gambl úr sögunni.

Uppá gamanið þá ákvað ég að tippa á að Boston myndi lenda á móti Lakers í úrslitaviðureigninni. Og þar verða þeir meistarar!
Þannig að....

Úrslitin
Boston vs Lakers
Þarna mun Celtics einfaldlega setja skútuna á cruise control og sigla því á spegil sléttum sjó í átt að bikarnum.
Tvær kippur undir þarna (double or nothing) og er ég kominn með einn kassa undir höndina.
En ef að Boston skítur á sig stöndum við báðir með einungis kalda vatnið úr krananum.

Eru ekki annars allir sammála..