Tuesday, March 16, 2010

Enn er glóð frá brennunni!

Óreglulegt blog er betra en ekkert blog sagði maðurinn forðum og er þessi síða ein af þeim. Kokkurinn á Basil & Lime er á lífi og einungis fyrir litla eljusemi og dugnað hef ég ákveðið að setja inn eina færslu sem tileinkuð er íþróttafólki nær og fjær.

Byrjum á körfunni:

Útrásarvíkingarnir heima á Ísafirði eru komnir upp í IE-Deildina með frábærum árangri. Þeir sýndu og sönnuðu að þegar tekið er til í skúffunni þá er allt hægt! Með lang besta leikstjórnanda deildarinnar og flotta umgjörð varð útkoman 16 sigrar og 2 tapaðir. Hreint út sagt frábær árangur og eiga þeir heiður skilinn, spurning um renna upp að Bessastöðum og fá nokkrar fálkaorður í poka senda heim. Þeir svöruðu heldur betur kallinu þegar allar spjallrásir landsins voru rauðglóandi yfir því hvað menn væru að spá með því að fá alla þessa utanaðkomandi menn í liðið sem myndu síðan hverfa á brott þegar slökt yrði á kindlinum. Veit ekki betur en þetta hefur gengið helvíti vel og virðist margt benda til þess að skútan okkar sigli með svipaða áhöfn næsta tímabil punktur

KR vs Kef
Hringbrautar-öklalingarnir brugðu undir sig betri öklanum og skunduðu á leik í DHL-höllinni í kvöld. Hreint út sagt magnaður leikur sem endaði á óskiljanlegan hátt með tapi minna manna. 17 stigum yfir í hálfleik. Sem glataðist niður á örfáum mínútum. KR/KFÍ hjartað titraði af reiði sjálfsagt aðalega yfir því að sjá þessa Keflvíkinga eiga fáránlegan viðsnúning. Þrátt fyrir þetta 8 stiga tap eigum við þó innbyrgðis viðureignina inni þar sem að fyrri leikurinn vanst með 15 stigum og er þetta undir liðinu komið að klára dæmið í Hólminum.

Enski:
Undur og stórmerki áttu sér stað þegar vinir mínir í Bítlaborginni náðu að landa mánudags sigri í kvöld. Stór sigur hjá Liverpool og eiga þeir enn von á meistaradeildarsæti. Sem ég vona að gerist. Þeir verða nú að vera með í henni, annars er ekkert gaman að þessu.
-Hatursfélagi og liðsfélagi minn Nicklas Bendtner er heldur betur á skotskónum 4mörk á skömmum tíma komin hjá markamaskínunni sem lofaði 20+ í vetur. Allt útlit er fyrir að við eigum von á titli ef kapallinn gengur upp. En ef illa fer þá vona ég nú svo innilega að Roman og félagar taki þetta í staðinn.

Skák og mát!
Það stefnir allt í svakalega keppni á skákmóti öðlinga sem verður haldin 17.mars nk. Met þátttaka er í mótið og er búist við rosalegri einbeitningu og á andrúmsloftið eftir að verða gífurlega þurrt og rafmagnað! Mæli með því að allir skákunnendur á Íslandi mæti og hvetji sína menn til dáða á þessum stórviðburði.


Eru annars ekki allir ssssseeeexxxýýý!