Sunday, September 20, 2009

Er rigning góð?


Nú þegar ég er búinn að eiga heima í höfðuborginni þá hef ég tekið eftir því að það er rigning nánast þriðja hvern dag. Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að hata hana, elska hana eða bara venjast henni.
Þegar maður var lítill púki þá elskaði maður að vera útí í rigningunni og hoppa í alla polla sem voru til og koma svo hundblautur heim og fá orð í eyra ,,Hvar varst þú!?" og síðan var maður háttaður og sendur í sturtu. Þetta elskaði maður.
Í dag var lemjandi rigning og ég einfaldlega tók það ekki í mál að hugsa mér að fara út vegna þess að það sem er ofarlega á hötunarlistanum er að vera í rennandi blautum sokkum.
Hvernig verður þetta í ellinni? Á ég þá eftir að horfa útum gluggann á elliheimilinu við Grund og horfa á alla púkana vera að sulla í pollunum og hugsa sem pirraði gamli jálkurinn hvern andskotann þau séu að gera eða rifja upp hvað þetta var gaman vitandi þess að foreldrarnir verði svo ánægðir að taka á móti gegnvotu fötunum?
Þetta er umhugsun. Læra að elska hana og venjast með því að kaupa sér gúmmí skó eða jafnvel nestispoka eða að hata hana og kaupa sér regnhlíf.

1 comment:

Ernir Steinn said...

flottur:D það er samt retard mikil rigning herna í einangrunarplace-inu